Vandræði hjá Bieber-hjónunum

Hjónaband Bieber-hjónanna er ekki bara dans á rósum.
Hjónaband Bieber-hjónanna er ekki bara dans á rósum. AFP

Samkvæmt heimildarmanni Us Weekly eru brestir í hjónabandi kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber og fyrirsætunnar Hailey Baldwin Bieber. Justin opnaði sig nýverið um andlega heilsu sína og bað fylgjendur sína að biðja fyrir sér. Vinir hans hafa áhyggjur af hjónabandi þeirra, en það hefur fengið að kenna á því vegna þunglyndis Justins. 

„Hann þarfnast eiginkonu sinnar og hún vill styðja hann, en það er erfitt þegar hann er að fara í gegnum allt þetta,“ er haft eftir heimildarmanninm. Það er þó ekki skilnaður í kortunum en þau eru bæði sögð vilja vera áfram saman. 

Justin er staddur í Kanada um þessar mundir en honum finnst vera komið fram við sig eins og dýr. Hann segir að hann sé ekki látinn í friði hvert sem hann fer og það sé erfitt og þreytandi. 

mbl.is