Búin að þéna fyrir lífstíð

Það er nóg til hjá Emiliu Clarke.
Það er nóg til hjá Emiliu Clarke. AFP

Game of Thrones-stjarnan Emilia Clarke hefur þénað nokkuð vel fyrir hlutverk sitt í þáttunum. Laun hennar voru þó ekki himinhá fyrir fyrstu fjórar seríurnar. Clarke og meðleikarar hennar samþykktu nýja samninga fyrir fimmtu seríu þar sem kaupið hljóðaði upp á 300 þúsund Bandaríkjadali eða 35 milljónir íslenskra króna fyrir hvern þátt. Hún fékk því rúmlega 704 milljónir fyrir fimmtu og sjöttu seríu.

Clarke tók það fram í viðtali við Vanity Fair í fyrra að hún fengi jafn mikið greitt fyrir vinnu sína í þáttunum og karlkyns meðleikarar hennar. 

Fyrir sjöundu seríu fengu leikararnir aðra launahækkun, 500 þúsund Bandaríkjadali fyrir hvern þátt, eða um 58 milljónir íslenskra króna. Fyrir sjöundu og áttundu seríu mun hún því fá um 762 milljónir íslenskra króna.

Clarke hefur ekki aðeins leikið í Game of Thrones en hún fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Me Before You og Solo: A Star Wars Story.

Samkvæmt Celebrity Net Worth eru eignir hennar metnar á 13 milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega einn og hálfan milljarð íslenskra króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson