Fékk þrisvar höfnun frá leiklistarskólum

Alicia Vikander var búin að skrá sig í lögfræði.
Alicia Vikander var búin að skrá sig í lögfræði. mbl.is/AFP

Hin sænska Alicia Vikander vann til Óskarsverðlauna árið 2016. Ferill Vikander sem varð þrítug í fyrra byrjaði þó ekki vel og var hún búin að skrá sig í lögfræðinám þegar hún sló í gegn í Sviþjóð árið 2010. 

Í viðtali við Harper's Bazaar viðurkennir Vikander að hafa fundist hún ekki eiga heima í leiklistarbransanum eftir að hafa verið hafnað þrisvar um inngöngu í leiklistarskóla. Vikander þurfti greinilega ekki að fara í neinn leiklistarskóla þar sem hún vann stór sænsk verðlaun fyrir hlutverk í sænsku myndinni Pure árið 2010. 

Vikander segist stundum gleyma hvað fylgir því að vera orðin Hollywood-stjarna. Hún giftist hinum írska Michael Fassbender árið 2017 og er ekki á samfélagsmiðlum. Hjónin búa í Portúgal þar sem þau synda í sjónum. „Ég ólst upp í mjög köldu, dimmu landi og Portúgal er andstæðan.“

Alicia Vikander með Óskarsverðlaun fyrir leikinn í kvikmyndinni The Danish …
Alicia Vikander með Óskarsverðlaun fyrir leikinn í kvikmyndinni The Danish Girl. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant