Bálreið móðir í mál við óheiðarlegu foreldrana

Felicity Huffman og William H. Macy. Dóttir þeirra komst inn ...
Felicity Huffman og William H. Macy. Dóttir þeirra komst inn í háskóla með svindli. mbl.is/AFP

Móðir ungs manns í Bandaríkjunum hefur lagt fram kæru á hendur Felicity Huffman, Lori Loughlin og fleiri ríkum foreldrum sem nýttu sér svindlþjónustu til þess að koma börnum sínum inn í háskóla. Deadline greinir frá því að Jennifer Kay Toy krefjist hvorki meira né minna en 500 milljarða Bandaríkjadala frá óheiðarlegu foreldrunum. 

Í síðustu viku voru bæði ríkir og frægir foreldrar í Bandaríkjunum meðal þeirra sem voru handteknir og ákærðir fyrir að borga fyrir að bæta einkunnir barna sinna til þess að koma þeim inn í háskóla, láta annan aðila taka prófin eða jafnvel koma þeim inn sem afreksfólki í íþróttum. 

Segir móðirin í kærunni að sonur hennar hafi sótt um suma af þeim skólum sem börn þeirra efnuðu komust inn í. Var hann með góðar einkunnir og töldu þau hann eiga góða möguleika á því að komast inn í eftirsóttan skóla. 

Olivia Jade Giannulli, Lori Loughlin og Isabella Rose Giannulli.
Olivia Jade Giannulli, Lori Loughlin og Isabella Rose Giannulli. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu hrokann ekki ná yfirhöndinni í samskiptum þínum við aðra. Reyndu að vera raunsæ/r og nota skynsemina í deilu við nágranna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu hrokann ekki ná yfirhöndinni í samskiptum þínum við aðra. Reyndu að vera raunsæ/r og nota skynsemina í deilu við nágranna.