70 mínútna leikaramaraþon

Leikarinn Albert Halldórsson og höfundurinn Pálmi Freyr Hauksson sem jafnframt …
Leikarinn Albert Halldórsson og höfundurinn Pálmi Freyr Hauksson sem jafnframt leikstýrir. mbl.is/Eggert

„Óhætt að segja að mikið mæði á Alberti í Istan sem lýsa mætti sem leikaramaraþoni sem stendur látlaust í 70 mínútur þar sem leikarinn hefur ekkert til að styðjast við nema eigin hæfileika,“ skrifar Silja Björk Huldudóttir í leikdómi um frammistöðu Alberts Halldórssonar  sem leikur hátt í 40 hlutverk í einleiknum Istan eftir Pálma Frey Hauksson í leikstjórn höfundar sem sýndur er í Tjarnarbíói. Sýningin fær fjórar stjörnur, en leikdóminn má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. 

„Verkið gerist á árunum 1829-30 í ímyndaða og einangraða smábænum Istan á Bretlandseyjum. Þegar leyndardómsfull og ógnvænleg morð eru framin í bænum, börn hverfa sporlaust og önnur veikjast lífshættulega eftir samskipti sín við dularfulla og blóðþyrsta skepnu vekur það óneitanlega óhug bæjarbúa. Til að fá ráðgátuna leysta bregða þeir á það ráð að biðla til Greggors Mackynley lávarðs hins þriðja, fremsta spæjara Evrópu, sem býr í London og minnir um margt á Sherlock Holmes.

Ofurspæjarinn mætir á staðinn og stendur auðvitað undir væntingum. Höfundur leikur sér þannig með þekkt minni úr glæpasöguhefðinni, en heldur sig alls ekki alfarið innan ramma raunsæisins þegar hann vísar í yfirnáttúruleg fyrirbæri með skemmtilegum hætti og fléttar söguna um Rauðhettu listilega inn í framvinduna,“ segir um einleikinn. Bent er á að þó framvindan sé línuleg geri sífellt flakk milli persóna það að verkum að  áhorfendur þurfa að vera á tánum til að missa ekki af lykilupplýsingum. 

„Augljóst er í sviðsvinnunni allri að nostrað hefur verið við hvert smáatriði af hendi leikstjóra og leikara og hver hreyfing þaulskipulögð eins og kóreógrafía án þess að það komi niður á orku leikarans eða leikgleði. Þegar upp er staðið hefur Alberti tekist að skapa heilt samfélag með öllum sínum blæbrigðum,“ segir meðal annars í dómnum sem lesa má í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson