Gísli Örn umkringdur Skam-stjörnum

Þætt­irn­ir Ragn­arök munu fjalla um nor­rænt goð sem hef­ur end­ur­holdg­ast …
Þætt­irn­ir Ragn­arök munu fjalla um nor­rænt goð sem hef­ur end­ur­holdg­ast sem nú­tímatán­ing­ur og gerast þættirnir að miklu leyti í norskum framhaldsskóla. Ljósmynd/Netflix

Tökur á norsku þáttaröðinni Ragnarök, sem framleidd er af streymisveitunni Netflix, standa nú yfir í Odda í Noregi. Gísli Örn Garðarsson fer með hlutverk í þáttaröðinni og er hann í góðum félagsskap Skam-stjarna sem Íslendingar ættu að vera vel kunnugir. Þeirra á meðal er David Alexander Sjøholt sem fór með hlutverk Magnusar í þáttaröðunum vinsælu.

Þá fer Emma Bones einnig með hlutverk í þáttunum, en hún fór með hlutverk dóttur Helenu Mikkelsen í þáttunum Heimebane sem sýndir voru á RÚV fyrir skömmu.

Ragnarök eru leiknir á norsku og koma fjölmargir þekktir norskir leikarar við sögu í þáttunum og sem dæmi má nefna Henriette Steenstrup, Odd-Magnus Williamson, Synnøve Macody Lund, Lína Verndal, Fridtjov Soheim og Bjørn Sundquist.

Við gerð norsku þátt­araðar­inn­ar hef­ur Net­flix fengið í lið með sér Adam Price, höf­und dönsku þátt­anna Bor­gen. Þætt­irn­ir Ragn­arök munu fjalla um nor­rænt goð sem hef­ur end­ur­holdg­ast sem nú­tímatán­ing­ur og gerast þættirnir að miklu leyti í norskum framhaldsskóla.

Ragnarök er liður í átaksverkefni Net­flix sem felst í að auka fram­leiðslu á evr­ópsku sjón­varps­efni á öðrum tungu­mál­um en ensku. Þá er streymisrisinn einnig að fara eftir reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins sem sett var í fyrra sem kveður á um að að minnsta kosti 30% efn­is á streym­isveit­um þurfi að vera  af evr­ópsk­um upp­runa.

Þættirnir verða sex talsins og verða aðgengilegir á Netflix síðar á árinu. 

Gísli Örn Garðarsson fer með hlutverk í þáttunum Ragnarök sem …
Gísli Örn Garðarsson fer með hlutverk í þáttunum Ragnarök sem sýndir verða á Netflix síðar á þessu ári. mbl.is/Ásdís
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant