Conchita Wurst óþekkjanleg sem maður

Conchita Wurst birti þessa mynd á Instagram og er töluvert ...
Conchita Wurst birti þessa mynd á Instagram og er töluvert frábrugðin(n) sínu gamla sjálfi. skjáskot/Instagram

Skeggjaða dragdrottninginn Conchita Wurst er töluvert ólík sjálfri sér í nýju myndbandi sem kom út á dögunum við lagið Hit Me. Wurst fór með sigur af hólmi í Eurovision árið 2014

Conchita Wurst er hug­ar­fóst­ur lista­manns­ins Thom­as Neuwirth. Neuwirth kemur fram undir nafni Conchitu Wurst þrátt fyrir að vera ekki í dragi í nýja myndbandinu. Er hann með aflitað hár og skegg og minnir lítið á dragdrottninguna frá Austurríki. 

Listamaðurinn tjáir sig undir nafni Wurst á Instagram og segist vera ánægður með að vera ljóshærður. Hann á auk þess ekki orð yfir viðtökurnar sem nýja lagið hans fékk. 

 

View this post on Instagram

HIT ME wait what? 500k? 😱💙 THANK YOU THANK YOU THANK YOU #HITME #WURST link in bio

A post shared by Conchita WURST (@conchitawurst) on Mar 19, 2019 at 12:32am PDT

 

mbl.is