Allt búið eftir fimm ára langa trúlofun

Emma Roberts og Evan Peters í júlí 2014.
Emma Roberts og Evan Peters í júlí 2014. mbl.is/AFP

Leikaraparið Emma Roberts og Evan Peters eru hætt saman eftir sjö ára samband en Peters fór á skeljarnar fyrir fimm árum. Í vikunni sást Roberts kyssa annan mann og staðfesti heimildamaður E! að þau Peters væru saman. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þau slíta trúlofun sinni en þau hættu saman árið 2015. 

Heimildarmaður segir þau Roberts og Peters hafa hætt saman stuttu eftir valentínusardaginn um miðjan febrúar. Segir hann samband þeirra hafa verið erfitt þrátt fyrir langa trúlofun og sambandsslitin ekki hafa komið á óvart. 

Roberts hefur leitað huggunar hjá leikaranum Garrett Hedlund og sást kyssa hann og fara með honum út að borða í vikunni.

Emma Roberts í lok febrúar.
Emma Roberts í lok febrúar. mbl.is/AFP
Leikarinn Garrett Hedlund.
Leikarinn Garrett Hedlund. mbl.is/AFP
mbl.is