Brjáluð út í foreldra sína

Olivia Jade til hægri, ásamt móður sinni og systur.
Olivia Jade til hægri, ásamt móður sinni og systur. AFP

Olivia Jade, dóttir leikkonunnar Lori Loughlin er, samkvæmt heimildarmanni Us Weekly, brjáluð út í foreldra sína og segir þá hafa eyðilagt feril hennar. Eins og kunngjört er borguðu foreldrar hennar háa upphæð til að koma dætrum sínum inn í Háskólann í Suður-Kaliforníu.

Þær systur, Olivia Jade og Isabella, eru hættar í skólanum. Það er þó ekki það eina sem hefur verið tekið frá Oliviu Jade en snyrtivörurisinn Sephora tók vörur úr sölu sem hún hafði hannað í samtarfi við það. Þá hafa einnig fleiri snyrtivörufyrirtæki eins og TRESemmé hætt í samstarfi með henni, en hún var nokkuð vinsæll áhrifavaldur með um 1,4 milljónir fylgjenda á Instagram.

View this post on Instagram

back home from an amazing #TRESnyfw w @tresemme! brought my fave products home with me (including micro mist level 2)❤️ #trespartner

A post shared by OLIVIA JADE (@oliviajade) on Feb 13, 2019 at 6:59pm PST

mbl.is