Búin að gefast upp á Woods

Jordyn Woods ásamt Kylie Jenner og dóttur hennar Stormi.
Jordyn Woods ásamt Kylie Jenner og dóttur hennar Stormi. skjáskot/Instagram

Raunveruleikaþáttastjarnan Kylie Jenner er að sögn TMZ búin að gefast upp á að endurbyggja vinasamband sitt og Jordyn Woods. Slitnaði upp úr sambandi þeirra vinkvenna fyrir nokkrum vikum.

Woods var sökuð um að hafa haldið framhjá með barnsföður systur Jenner, Tristan Thompson. Woods bjó á þeim tíma heima hjá Jenner, en flutti út samstundis.

Þær Woods og Jenner voru nánar vinkonur lengi. Þær sáust saman í síðustu viku en þrátt fyrir það hefur Jenner gefist upp á að verða vinkona Woods aftur.

Í kjölfar ásakanana kom Woods fram í spjallþætti Jödu Pinkett Smith, Red Table Talk. Viðtalið er sagt hafa gert út um von Woods að endurbyggja vináttu þeirra Jenner. 

mbl.is