Hjónabandið betra eftir greininguna

Amy Schumer opnar sig um einhverfurófsgreiningu eiginmanns síns.
Amy Schumer opnar sig um einhverfurófsgreiningu eiginmanns síns. mbl.is/AFP

Leikkonan Amy Schumer greinir frá því að eiginmaður hennar, Chris Fischer, hafi fengið einhverfurófsgreiningu í nýjum uppistandsþætti sem sýndur er á Netflix. Hún opnaði sig um greininguna í spjallþætti Seth Myers í vikunni. Segir hún þau bæði hafa viljað tala um greininguna enda hafi hún haft jákvæð áhrif á þau. 

Telur Schumer fólk streitast á móti því að fara í greiningu vegna skammar sem fólk finnur fyrir. Hún segir eiginmann sinn hafa fengið hin ýmsu tól með greiningunni og það hafi gert ekki bara líf hans betra heldur hjónabandið og líf þeirra viðráðanlegra. 

Hvetur hún svo fólk til þess að vera ekki hrætt við skömmina. „Ég held að fullt af fólki með einhverfu sé án greiningar þegar líf þess gæti verið miklu betra með þessi tól,“ sagði Schumer við spjallþáttastjórnandann. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson