Cox vissi ekki hvar Friends-blokkin var

Courtney Cox ásamt kærasta sínum Johnny McDaid.
Courtney Cox ásamt kærasta sínum Johnny McDaid. mbl.is/AFP

Courteney Cox heimsótti gömlu blokkina sem persóna hennar í Vinum, Monica, bjó í. Cox birti myndband af heimsókn í götuna á Instagram og grínaðist með að hún væri að fara heim og bauð góða nótt.  

Íbúðin er staðsett á horni Grove Street og Bedford Street í West Village-hverfinu í New York. Margir hafa spurt sig hvernig vinirnir í New York hefðu efni á að leigja íbúðir á svo fínum stað enda voru þeir framan af oft atvinnulausir og eyddu dögum sínum í að drekka kaffi á kaffihúsinu í blokkinni. Grínast Cox með að leiguverðið hafi farið upp um 12 þúsund dollara eða eina og hálfa milljón. 

Sjálf sagði Cox í þætti Busy Phillips að hún hefði aldrei séð þetta hús fyrr en nýlega þegar einhver benti henni á að heimsækja blokkina. Það var svo sjálf Jennifer Aniston sem manaði hana upp í að birta myndbandið á Instagram og sjá hvað myndi gerast en Aniston er ekki á Instagram. 

View this post on Instagram

The One Where My Rent Went Up $12,000 #friends #mollymcnearney #missthosedays

A post shared by Courteney Cox (@courteneycoxofficial) on Mar 20, 2019 at 9:21pm PDT

mbl.is