Enginn þorði að reka mig

David Letterman hress í sófanum hjá Ellen.
David Letterman hress í sófanum hjá Ellen. Skjáskot/YouTube

David Letterman er þeirrar skoðunar að hann hafi stjórnað sjónvarpsþáttum sínum, The Late Show, 10 árum of lengi.

Í viðtali við Ellen Degeneres í samnefndum þætti hennar sagði hinn 71 árs gamli sjónvarpsmaður að hann hefði í raun átt að hætta árið 2005, en ekki 2015. Enginn hefði þorað að reka hann. Þá höfðu þættir hans verið 30 ár í loftinu.

„Ég var alveg að horfa öfugum megin í sjónaukann,“ sagði Letterman og sagði að hann vildi að hann hefði hætt fyrr svo hann hefði getað sinnt öðrum verkefnum líka meðan hann hafði enn orku til þess.

mbl.is