„Ég stundaði lesbískt kynlíf einu sinni“

Kryddpíurnar Mel B, Geri, Emma og Mel C.
Kryddpíurnar Mel B, Geri, Emma og Mel C. mbl.is/AFP

Mel B gerði allt vitlaust þegar hún sagðist hafa stundað kynlíf með vinkonu sinni Geri. Geri hefur viðurkennt að hafa stundað kynlíf með konu en greindi þó ekki frá nafni hennar eins og Daily Mail rifjaði upp. 

Viðtalið sem um ræðir tók Howard Stern á tíunda áratug síðustu aldar. „Ég stundaði lesbískt kynlíf einu sinni, ég áttaði mig fljótlega á að því að ég væri ekki lesbía,“ sagði Geri á sínum tíma. 

Geri segist hafa verið sama um brjóstin en allt hitt sem fylgdi kynlífinu var ekki hennar tebolli eins og hún orðaði það. „Þetta er hluti af því að gera tilraunir. Ég var drukkin á þessum tíma,“ sagði Geri. 

„Ég gæti aldrei sagt hver það var, ég held að hún hafi ekki heldur verið lesbía,“ sagði Geri og bætti því við að hún ætlaði að leyfa fólki að ímynda sér restina. 

Þrátt fyrir að Geri hafi sjálf viðurkennt að hafa prófað sig áfram í kynlífi með konu eru ekki allir sammála um að það hafi verið Mel B. Heimildarmaður ET segir Mel B ljúga og lýsti því þannig að Mel B hafi bara verið Mel B með því að segja þetta. 

Geri er gift Christian Horner.
Geri er gift Christian Horner. mbl.is/AFP
mbl.is