Enn seinkar flutningum Harry og Meghan

Harry og Meghan standa í flutningum.
Harry og Meghan standa í flutningum. mbl.is/AFP

Hertogahjónin Harry og Meghan eru ekki enn flutt í nýja húsið en það er komin pressa á þau að flytja þar sem von er á þeirra fyrsta barni í lok apríl. The Sun greinir frá því að ástæðan fyrir seinkun á flutningunum sé vegna þess að þau séu alltaf að breyta hönnuninni. 

Harry og Meghan ætla að búa sér heimili í Windsor rétt fyrir utan London. Gera þurfti talsverðar breytingar á húsinu og hafa iðnaðarmenn unnið í húsinu á hverjum degi í hvaða veðri sem er að undanförnu. 

Eru þau Harry og Meghan sögð hafa látið brjóta niður veggi og látið útbúa fimm svefnherbergi með baðherbergjum í húsinu. Einnig eiga þau að hafa látið útbúa stórt og nútímalegt eldhús með borðstofu. 

Heimildarmaður segir að orðið á götunni sé að þau hafi verið frekar kröfuhörð. Þau séu þó ánægð hvernig gangi þótt flutningum hafi seinkað enda þurft að gera stórar breytingar. 

Harry og Meghan giftu sig í Windsor í fyrra.
Harry og Meghan giftu sig í Windsor í fyrra. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson