Mel B játar að hafa sofið hjá Geri

Mel B, Geri, Emma og Mel C í Kryddpíunum árið ...
Mel B, Geri, Emma og Mel C í Kryddpíunum árið 2012. mbl.is/AFP

Kryddpían Geri er sögð vera frekar ósátt við vinkonu sína Mel B þessa dagana eftir að Mel B greindi frá því að þær hefðu stundað kynlíf saman á Spice Girls-dögunum. Geri ætlar þó ekki að hætta við tónleika þeirra í sumar vegna aðdáenda að því er The Sun greinir frá. 

Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan greindi frá uppljóstrun Mel B um helgina en þátturinn í heild sinni hefur ekki enn birst. Í morgun birtist þó umrætt brot í morgunþætti sem hann stýrir. Í brotinu hér að neðan má því sjá Morgan yfirheyra Mel B sem að lokum játar að þær hafi stundað kynlíf saman. 

Kryddpían Mel C var í salnum og sagðist ekki hafa heyrt af þessu áður. „Hún á eftir að hata mig fyrir þetta af því hún er svo fín í sveitasetrinu með eiginmanni sínum,“ sagði Mel B. 

mbl.is