Af hverju svona unglegur?

Paul Rudd.
Paul Rudd. mbl.is/AFP

Hollywood-stjarnan Paul Rudd virðist lítið hafa breyst síðan hann lék í Clueless sem kom út árið 1995. Clueless-stjörnurnar hittust á dögunum og var hann meðal annars spurður af hverju hann væri enn svona unglegur en Rudd verður fimmtugur í byrjun apríl. 

Ekki var mikið um gáfuleg svör þegar hann var spurður út í útlitið en samkvæmt People grínaðist Rudd með að ástæðan væri sú að hann væri áttræður að innan. Leyndarmálið sagði hann vera að hann væri myrkur að innan og notaði smá rakakrem. 

Paul Rudd og Alicia Silverstone í Clueless.
Paul Rudd og Alicia Silverstone í Clueless. skjáskot/Imdb

Silverstone birti mynd af þeim saman á Instagram og ef hún er borin saman við mynd úr Clueless-myndinni sem fagnar 24 ára afmæli í ár má segja að Rudd hafi lítið breyst. Líklega hefur hann þó elst eins og annað fólk en mögulega er það þykkt svart hár hans sem fær fólk til þess að finnast hann enn vera á þrítugsaldrinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant