Segir hjónabandið hafa verið alvöru

Kris Humphries og Kim Kardashian í febrúar 2011.
Kris Humphries og Kim Kardashian í febrúar 2011. mbl.is/Kevin Mazur

Körfuboltamaðurinn Kris Humphries segist aldrei hafa viljað vera þekktur sem „þessi gæji“ í nýjum pistli í tilefni þess að hann er að ljúka ferli sínum í NBA. Á hann þar við að hann hafi ekki viljað vera þekktur fyrir að vera kvæntur Kim Kardashian í 72 daga, hann vildi bara spila körfubolta. 

Segist hann hafa verið rétt að finna sig sem körfuboltamaður þegar hann hitti stelpu sem reyndist vera mjög fræg, hann giftist henni og þá skall á með stormi. 

„Sjáið til, ég hefði átt að vita hvað ég var að fara út í. Ég var örugglega barnalegur þegar kom að því hversu mikið lífið ætti að breytast. En eitt sem truflar mig er þegar fólk segir að hjónabandið mitt var óekta,“ segir Humphries sem segir sambandið hafa verið 100% alvöru. 

Segir hann það hafa verið mjög erfitt þegar það var ljóst að hjónabandið var ekki að ganga upp. Hann segir slíkt aldrei vera auðvelt en það sé enn erfiðara þegar almenningur fylgist með. „Það var hrottalegt,“ segir hann um tímabilið. 

https://www.mbl.is/smartland/stars/2012/06/05/thorir_ekki_ad_eignast_kaerustu/

„Ég vissi ekki hvernig ég átti að takast á við það af því ég hélt að ég myndi aldrei veða frægur á þennan hátt,“ segir Humphries og rifjar upp hvernig baulað var á hann í körfuboltaleik. Voru áhorfendur þá bara að baula á hann vegna hann var „þessi gæji“. 

Segist hann bara hafa viljað vera frægur fyrir körfubolta. Hann hafi alltaf verið öruggur og hamingjusamur en ekkert gat undirbúið hann fyrir athyglina sem hann fékk. Segist hann hafa glímt við kvíða og þá sérstaklega í margmenni eftir tímabilið með Kardashian. 

„Ég vildi ekki vera Kris Humphries. Það er klikkaðasta tilfinning í heimi að vilja ekki vera maður sjálfur. Og ég vildi ekki einu sinni segja neitt til þess að verja mig af því mér leið eins og ég gæti ekki unnið.“

Kris Humphries og Kim Kardashian.
Kris Humphries og Kim Kardashian. mbl.is/Cover Media
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson