Vill ógildingu eftir 4 daga hjónaband

Nicolas Cage gifti sig í Las Vegas í vikunni.
Nicolas Cage gifti sig í Las Vegas í vikunni. mbl.is/AFP

Leikarinn Nicolas Cage vill láta ógilda hjónaband sitt en hann gekk í hjónaband með kærustu sinni Eriku Koike í Las Vegas á laugardaginn. People greinir frá því að Cage hafi sótt um ógildinguna á miðvikudaginn. 

Samband hins 55 ára gamla leikara við förðunarfræðinginn Koike er ekki nýtt af nálinni en þau sáust meðal annars í fríi saman í Puerto Rico í apríl á síðasta ári og sáust aftur saman úti að borða í Los Angeles í maí sama ár. 

Cage á þrjú hjónabönd að baki. Hann var kvæntur leikkonunni Patricia Arquette á árunum 1995 til 2001. Önnur eiginkona hans var dóttir Elvis, Lisa Marie Presley, en þau voru einungis gift í tvö ár. Árið 2004 gekk hann í hjónaband með Alice Kim en þau skildu ekki fyrr en árið 2016. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.