Hættir við þátttöku í Eurovision?

Hljómsveitin Hatari.
Hljómsveitin Hatari. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Hljómsveitin Hatari segist á Facebook-síðu sinni ekki geta tekið þátt í Eurovision-keppninni í Tel Aviv vegna kringumstæðna sem ekki var hægt að sjá fyrir.

Hvort um sé að ræða aprílgabb hjá hljómsveitinni skal ósagt látið.

Fram kemur í tilkynningunni að hljómsveitinni hafi verið meinað að koma til Ísraels í kjölfar krafna frá samtökunum Shurat Hadin um að innanríkisráðherrann Aryeh Deri komi í veg fyrir að hljómsveitinni verði hleypt inn í landið.

Þar kemur einnig fram að liðsmenn Hatara hafi brotið viðskiptalög. 

Uppfært 2. apríl klukkan 7:30.

Enn hefur hljómsveitin ekki sett inn tilkynningu um að þetta sé aprílgabb og ekki hægt að sjá hvernig lesendur áttu að hlaupa apríl vegna tilkynningarinnar. Þrátt fyrir það er almennt gert ráð fyrir að um gabb sé að ræða enda engin tilkynning komin inn á vef Eurovision keppninnar sjálfarar um að Hatari hafi hætt við þátttöku. 

Uppfært klukkan 14:00

„Þetta eru ólík­indatól,“ seg­ir Fel­ix Bergs­son, far­ar­stjóri ís­lenska Eurovisi­on-hóps­ins, spurður um full­yrðingu hljóm­sveit­ar­inn­ar Hat­ara um að hún sé hætt við þátt­töku í Eurovisi­on-keppn­inni í Tel Aviv í Ísra­el. Sjá viðtal hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant