Jagger aftur á svið í júlí?

Mick Jagger og félagar í Rolling Stones hafa frestað tónleikum …
Mick Jagger og félagar í Rolling Stones hafa frestað tónleikum sínum. mbl.is/AFP

Um helgina var tónleikaferðalagi Rolling Stones frestað um óákveðinn tíma vegna þess að Mick Jagger þurfti á hjartaaðgerð að halda. Nú greinir Billboard frá því að öldungarnir í hljómsveitinni ætli að gera tilraun til þess að fara á tónleikaferðalagið um Norður-Ameríku í lok sumars. 

Heimildarmenn sem tengjast tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar segja að ferðalagið hefjist líklega í júlí og færir Billboard rök fyrir þessari tímasetningu. Með því að fara af stað í júlí nær hljómsveitin mögulega styttra ferðalagi en enn sé þó ekki byrjað að spila íþróttaleiki á leikvöngunum sem hljómsveitin átti að koma fram á.  

„Við erum byrjuð að huga að nýjum dagsetningum og við ætlum að reyna að gera það eins fljótt og hægt er,“ sagði John Meglen hjá fyrirtækinu Concerts West sem sér um auglýsa tónleikaferðalagið sem aflýsti þurfti og átti að hefjast seinna í apríl. 

„Heilsa og hamingja er í fyrsta sæti,“ sagði Meglen en sagði að nýjar dagsetningar fyrir tónleikaferðalagið verði kynntar á næstu vikum. 

Rolling Stones.
Rolling Stones. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson