Fannst myndin ekki lukkast vel

Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður er gestur Loga Bergmanns í þættinum Með Loga sem sýndur er í Sjónvarpi Símans Premium. 

„Hvernig leið ykkur þegar þið sáuð myndina fyrst,“ spyr Logi Bergmann og á þá við kvikmyndina Með allt á hreinu.

„Ekkert sérlega vel, okkur fannst þetta ekkert sérlega vel lukkuð mynd,“ svarar Jakob Frímann og hlær. 

„Okkur fannst hljóðið vera afleitt, þetta var einhver Dolby-búnaður í Háskólabíó sem gerði illheyranlegt talið í myndinni. Leikurinn fannst okkur svona upp og ofan. Dálítið misjafn en svo bara öðlaðist þetta eigið líf. Þarna voru menn innan hljómsveitarinnar búnir að segja hvernig dettur ykkur þetta í hug? Hver myndi nenna að fara að sjá mynd með Lúdó og Stefáni? Rokk í Reykjavík nýbúið að stórtapa fé. Menn héldu að þetta væri feigðarflan en við unnum þetta eins og alltaf, þetta var okkar studio sem músíkin var gerð í. Oftast að næturlagi eftir langa tökudaga. Við fjármögnuðum filmuna sem þá þurfti að kaupa og framkalla, bara með spilapeningum. Lékum mest sjálfir og fengum eitthvert lið með okkur þannig að þetta var ein allra ódýrasta kvikmynd Íslandssögunnar, hún kostaði 4,2 milljónir að framleiða.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt helst ekki samþykkja eitthvað bara af því að það er erfitt að breytast. Haltu fast á málum og láttu engan bilbug á þér finna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt helst ekki samþykkja eitthvað bara af því að það er erfitt að breytast. Haltu fast á málum og láttu engan bilbug á þér finna.