Vildu ekki að hann yrði öldurhúsagutlari

Jakob Frímann Magnússon sagði að foreldrar hans hafi alls ekki viljað að hann yrði tónlistarmaður eða þorstlátur öldurhúsargutlari.

„Það eru mjög margir sem hafa áhuga á tónlist sem verða ekki tónlistarmenn, var aldrei neitt annað sem kom til greina?“ spyr Logi Bergmann.

„Jú jú, það var allt annað í rauninni á borðinu. Foreldrar mínir vildu alls ekki að ég færi í hljómsveitarbransann sem ég endaði nú í. Þau töldu að það væri hætta á því að sonurinn endaði uppi sem þorstlátur öldurhúsargutlari eins og margir hæfileikapiltar gerðu á þessum tíma. Og ég mátti sem sagt bara spila innan skóla þangað til að ég kláraði stúdentsprófið. Ég var svo heppinn að vera ári á undan þannig að ég var 18 ára þegar ég kláraði, gat þá hellt mér í hljómsveit og byrjað að spila. Lenti þá í þeirri útgáfu Stuðmanna sem hét á þeim tíma Rifsberja og þurfti að leita út fyrir landsteina að trommuleikara og endaði með að verða rekinn úr landi því trommarinn hafði ekki atvinnuleyfi. Þar með hófst útlegð í 25 ár,“ segir Jakob Frímann um upphafið af tónlistarferlinum en hann er næsti gestur hjá Loga.

Með Loga er á dagskrá á fimmtudögum í Sjónvarpi Símans og eru svo aðgengilegir í Sjónvarpi Símans Premium.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson