Þvottabretti Rúriks slær í gegn

Rúrik Gíslason birti mynd af sér í sólbaði á Instagram.
Rúrik Gíslason birti mynd af sér í sólbaði á Instagram. skjáskot/Instagram

Knattspyrnukappinn og Instagram-kóngurinn Rúrik Gíslason sló í gegn á samfélagsmiðlinum í gær. Birti Rúrik gamla mynd af sér í sólbaði og skrifaði „Throwback Thursday...“ en það hefur verið vinsælt að birta gamlar myndir af sér undir myllumerkinu á fimmtudögum. Skornir magavöðvar Rúriks stálu athyglinni á myndinni. 

Á rúmum sólahring fékk Rúrik yfir 110 þúsund „like“. Voru það ekki bara eldheitir aðdáendur Rúriks frá Suður-Ameríku sem lýstu aðdáun sinni á íslenska þvottabrettinu. Íslenskir landsliðsmenn, gamlir og nýjir, létu sitt heldur ekki eftir liggja. 

Nei andskotinn,“ skrifaði markvörðurinn Hannes Halldórsson. Annar markvörður í íslenska landsliðinu tók í sama streng en á dönsku. „Hold kæft det er fløde,“ skrifaði Frederik Schram. 

„Ég held ég hafi gerst sekur um andlegt framhjáhald rétt í þessu,“ skrifaði tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og bað eiginkonu sína Hafdísi Björk afsökunar. 

View this post on Instagram

Throwback Thursday...

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on Apr 4, 2019 at 10:26am PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu ró þinni á hverju sem gengur og líttu bara á björtu hliðar tilverunnar. Hafðu þó engar áhyggjur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu ró þinni á hverju sem gengur og líttu bara á björtu hliðar tilverunnar. Hafðu þó engar áhyggjur.