Bezos nú meðal ríkustu kvenna heims

MacKenzie Bezos er nú meðal ríkustu kvenna heims.
MacKenzie Bezos er nú meðal ríkustu kvenna heims. AFP

MacKenzie Bezos, er nú meðal ríkustu kvenna heims. Hún skildi nýlega við Jeff Bezos, ríkasta mann heims og stofnanda Amazon en samkvæmt skilnaðaskilmálum mun hún halda eftir 4% hlut í Amazon.

Hún er þriðja ríkasta kona heims, ef marka má lista Forbes sem gefinn var út í mars síðastliðinn, fyrir skilnað þeirra hjóna. BBC greinir frá þessu. Listinn yfir ríkustu konur heims er því sem hér segir:

1. Françoise Bettencourt-Meyers

Hin franska Françoise erfði 33% af snyrtifyrirtækinu L'Oréal, ásamt fjölskyldu sinni. Hún er 65 ára en erfði auðæfin frá móður sinni Liliane Bettencourt, sem dó í september árið 2017, 94 ára að aldri. Auðæfi hennar eru metin á 49.3 milljarða Bandaríkjadala.

Bettencourt-Meyers er ríkasta kona heims samkvæmt lista Forbes.
Bettencourt-Meyers er ríkasta kona heims samkvæmt lista Forbes. Ljósmynd/Wikipedia.org

2. Alice Walton

Walton er 69 ára og eina dóttir Sam Waltons, stofnanda verslunarrisans Walmart. Hún starfar ekki hjá fjölskyldufyrirtækinu líkt og bræður hennar en einbeitir sér að listum í þess sað. Hún situr í stjórn í Crystal Bridges Museum of American Art í heimabæ sínum, Bentonville í Arkansas. Eignir Walton eru metnar á 44.4 milljarða Bandaríkjadala. 

Alice er önnur ríkasta kona heims.
Alice er önnur ríkasta kona heims. Ljósmynd/Wikipedia.org

3. Mackenzie Bezos

Hin 48 ára Mackenzie Bezos á fjögur börn með stofnanda Amazon. Þau giftust árið 1993 en skildu nýlega og heldur hún í 4% hlut af Amazon. Hluti hennar í fyrirtækinu er metinn á að minnsta kosti 35.6 milljarða Bandaríkjadala en auðæfi hennar eru líklega meiri í heildina. Á næsta tekjulista Forbes, fyrir árið 2022, kemur í ljós skýrara mat á auðæfum hennar.

MacKenzie Bezos
MacKenzie Bezos AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant