Poppdrottningin treður upp á Eurovision

Madonna er önnur bandaríska stórstjarnan sem kemur fram á lokakvöldi …
Madonna er önnur bandaríska stórstjarnan sem kemur fram á lokakvöldi Eurovision. AFP

Poppdrottningin Madonna mun koma fram á úrslitakvöldi Eurovision í Tel Aviv í Ísrael 18. maí næstkomandi. Þetta staðfestir Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU).

Söngkonan mun að öllum líkindum flytja tvö lög, eitt splunkunýtt og annað eldra, að því er fram kemur í frétt Haaretz. Þar er því einnig haldið fram að erfiðlega hafi gengið að semja við Madonnu um flutning laganna þar sem nýja lagið er talið innihalda pólitísk skilaboð.

Kostnaðurinn við að fá stórstjörnuna á svið í Eurovision er um  ein milljón dollara, eða sem nemur 118 milljónum króna, og er kaupsýslumaðurinn og auðjöfurinn Sylvan Adams, sem er að ísraelskum og kanadískum ættum, sagður ætla að standa straum af kostnaðinum sem fylgir Madonnu. Alls munu 160 manns fylgja henni til Tel Aviv.

Þetta verður í fyrsta sinn sem Madonna kemur að Eurovision-söngvakeppninni en í fjórða sinn sem hún kemur fram í Ísrael. Madonna koma í fyrsta sinn fram á tónleikum í Ísrael árið 1993 og svo aftur 2009 og 2012.

Madonna er hins vegar ekki fyrsta stórstjarnan sem treður upp í lokakeppni Eurovision. Justin Timberlake flutti lag sitt „Can‘t Stop The Feeling!“ árið 2016 og var það í fyrsta skipti sem bandarísk stórstjarna setti svip sinn á Eurovision.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson