Segir auglýsingar sínar ekki duldar

Emmsjé Gauti segist telja „augljóst“ að með ákvörðun sinni sé …
Emmsjé Gauti segist telja „augljóst“ að með ákvörðun sinni sé Neytendastofa að taka sig fyrir, „til þess að sýna fordæmi og hræða“ aðra áhrifavalda. mbl.is/Hari

Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, segir að hann telji lögin sem varða auglýsingar áhrifavalda „götótt“ og að þð sé skiljanlegt, þar sem að auglýsingar einstaklinga á samfélagsmiðlum séu nýtt fyrirbæri fyrir alla, áhrifavalda, neytendur og Neytendastofu.

Neytendastofa hefur áminnt rapparann og bílaumboðið Heklu fyrir að nota „duldar auglýsingar“ á Instagram og Facebook og bannað birtingu tiltekinna auglýsinga. Gauti segir að það sé enginn á hans vegum eða á hans samfélagsmiðlum að „reyna að neita fyrir það“ að hann sé á samning hjá Heklu.

„Ef þið skrollið yfir instagrammið mitt þá kemur mjög augljóslega fram að ég sé í samstarfi við Heklu. Ég veit ekki hverskonar "rannsóknarvinnu" þið voruð að vinna því ég sé ekki hvar þessar "duldu" auglýsingar eru,“ skrifar Emmsjé Gauti á Facebook-síðu sína, en aðfinnslur Neytendastofu lutu að færslum á Instagram-reikningum bæði rapparans og bílaumboðsins, sem settar voru inn 11. september síðastliðinn.

Taldi Neytendastofa að hvorug færslanna hefði verið „merkt sem auglýsing eða með öðrum skýr­um hætti greint frá því að þær séu gerðar í viðskipta­leg­um til­gangi og í sam­starfi.“

Emmsjé Gauti segist telja „augljóst“ að með ákvörðun sinni sé Neytendastofa að taka sig fyrir, „til þess að sýna fordæmi og hræða“ aðra áhrifavalda. Hann segist þó vera með sína hluti á „lási“ – eða með allt á hreinu – og því megi Neytendastofa „pestera eitthvað annað lið“.

Hann segist í Facebook-færslunni, sem má lesa hér að neðan, ætla að taka sér þær fjórar vikur til þess að bregðast við úrskurði Neytendastofu vegna auglýsinga hans og Heklu, á Audi Q5-bifreið.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson