Beyoncé veitir innsýn í líf sitt

Beyoncé á Coachella árið 2018.
Beyoncé á Coachella árið 2018. skjáskot/Instagram

Ný heimildarmynd um Beyoncé kemur inn á Netflix 17. apríl. Fjallar myndin um tónleika söngkonunnar á Coachella-tónlistarhátíðinni í fyrra og undirbúninginn fyrir hana. Stikla fyrir myndina birtist í gær, mánudag. 

Í stiklunni má sjá brot af tónleikunum sem og stutt myndskeið af Beyoncé með fjölskyldu sinni. Má heyra rödd skáldsins og baráttukonunnar Mayu Angelou þar sem hún lýsir baráttu sinni fyrir kynþátt sinn. 

Gera má ráð fyrir því að aðdáendur Beyoncé séu ekki síður spenntir fyrir því að sjá persónulegu hlið söngkonunnar en flókna vinnuna á bak við tónleikana. Þetta er ekki fyrsta heimildarmyndin um Beyoncé en árið 2013 kom úr heimildarmyndin Life is But a Dream sem hún leikstýrði sjálf. Er nýja myndin einnig sögð eftir söngkonuna sjálfa. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson