Guðni og Eliza Reid tala saman á ensku

„Mér finnst þú tala ótrúlega góða íslensku, ekki bara hvernig þú talar heldur orðin sem þú notar, það er svo mikill orðaforði. Það er ekkert gefið, þetta er ekki auðvelt,“ segir Logi Bergmann við sinn næsta viðmælanda Elizu Reid.

Eliza segir okkur að hún hafi oft og tíðum notað röng orð og beygingar en eigi tengdamóður sinni mikið að þakka, að hún hafi náð góðum tökum á íslenskunni. Eliza og Guðni tala hins vegar að mestu saman á ensku. Hún segir að sama skapi að það hafi verið mikilvægt að ná valdi á tungumálinu sem fyrst.

Íslendingar voru ekki vanir að heyra íslensku talaða með erlendum hreim á sínum tíma svo það fyrsta sem Eliza lærði að segja var: „Góðan daginn, ég er að læra íslensku.“

Næsti þáttur Með Loga er á dagskrá á fimmtudaginn kl. 20.10 í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu viðbúin/nn því að þurfa að verja mál þitt. Þú þarft að stappa stálinu í unglinginn. Þú færð launahækkun.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu viðbúin/nn því að þurfa að verja mál þitt. Þú þarft að stappa stálinu í unglinginn. Þú færð launahækkun.