Dauðskammast sín vegna háskólasvindls

(F.v.) Leikkonan Lori Loughlin og dóttir hennar, Olivia Jade.
(F.v.) Leikkonan Lori Loughlin og dóttir hennar, Olivia Jade.

YouTube-stjarnan Olivia Jade Giannulli, nítján ára, er eyðilögð og dauðskammast sín eftir að foreldrar hennar voru sakaðir um að hafa greitt fúlgur fjár til að koma henni inn í háskóla. Hún er dóttir leikkonunnar Lori Loughlin og tískuhönnuðarins Mossimo Giannulli. Þau eru í hópi 33 foreldra sem eru sakaðir um að hafa greitt mútur til að koma börnum sínum að í völdum háskólum í Bandaríkjunum.

„Olivia er eyðilögð og full skammar. Henni finnst hún hafa misst næstum alla vini sína út af þessu máli. Hún talar varla við foreldra sína,“ segir vinur stúlkunnar í samtali við CNN.

Foreldrar hennar eru sakaðir um að hafa greitt 500 þúsund dollara, um 60 milljónir króna, til að koma tveimur dætrum sínum í Háskólann í Suður-Kaliforníu. Var stúlkunum komið inn í skólann undir því yfirskyni að þær yrðu nýliðar í róðraliði skólans. Systurnar höfðu þó aldrei lagt stund á þá íþrótt.

Guannulli, sem kallar sig einfaldlega Olivia Jade, hóf nám við háskólann síðasta haust. Hún hefur atvinnu af því að vera áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. 1,4 milljónir fylgja henni á Instagram og 1,9 milljónir eru áskrifendur að rás hennar á YouTube. Hún hefur ekkert birt á samfélagsmiðlum frá því hneykslið komst í hámæli.

„Bestu vinir hennar reyna hvað þeir geta en hún vill engan hitta í augnablikinu,“ segir heimildarmaður CNN. Hann segir hana ekki koma nálægt samfélagsmiðlum þar sem hún fái yfir sig hatur og athugasemdir.

Leikkonan Felicity Huffman hefur játað sök.
Leikkonan Felicity Huffman hefur játað sök. AFP

Er upp komst um málið hætti snyrtivöruframleiðandinn Sephora samstarfi við hana og þá hefur tæknirisinn Hewlett Packard tekið auglýsingu með henni og móður hennar úr umferð.

Foreldrar Olivu Jade komu fyrir dómara í síðustu viku. Þeir hafa ekki gefið upp opinberlega hvort þeir játi eða neiti sök í málinu. Þeir hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti.

Leikkonan Felicity Huffman, sem einnig er ákærð fyrir sams konar brot, hefur játað sök. Hún birti opinbera afsökunarbeiðni til dóttur sinnar nýverið. „Dóttir mín vissi alls ekkert um hvað ég var að gera og ég hef svikið hana.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stjórnar í lífi þínu. Sýndu þolinmæði og þá mun allt leysast farsællega. Sinntu hjálparbeiðni gamals vinar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stjórnar í lífi þínu. Sýndu þolinmæði og þá mun allt leysast farsællega. Sinntu hjálparbeiðni gamals vinar.