Var hrædd um að Depp myndi drepa hana

Amber Heard og Johnny Depp árið 2015.
Amber Heard og Johnny Depp árið 2015. mbl.is/AFP

Johnny Depp fór í meiðyrðamál gegn fyrrverandi eiginkonu sinni Amber Heard eftir að hún gaf í skyn í viðtali að hann hefði beitt hana ofbeldi. Nú hefur Heard svarað kæru Depp og fer hún ekki af því að Depp hafi beitt hana heimilisofbeldi. Sagan er ekki ný enda snerist skilnaðardeila þeirra um sama mál. 

Page Six greinir frá því að í nýju skjölunum kalli hún Depp aftur skrímslið og lýsir í smáatriðum grófu ofbeldi. Segir hún að Depp hafi oft ekki munað eftir því hvað hann gerði vegna þess að hann var undir áhrifum vímuefna. 

„Vegna þess að ég elskaði Johnny trúði ég loforðum hans um að hann gæti og myndi verða betri. Ég hafði rangt fyrir mér,“ segir leikkonan. 

Rifjar hún upp atvik í flugvél árið 2014. Segir hún leikarann hafa drukkið ótæpilega og skipað flugþjónum að gefa sér súrefni. Á leikarinn að hafa verið í uppnámi vegna þess að Heard lék í ástarsenu á móti James Franco daginn áður. Segir hún hann hafa kastaði í hana dóti en hún brást einungis við með því að skipta um sæti. Hann hætti ekki. Segist hún hafa staðið upp á einum tímapunkti en þá hafi Depp lamið hana þannig að hún datt og kastaði í hana skó. Að lokum dó hann áfengisdauða læstur inni á baðherbergi. Heard segir Depp hafa beðist afsökunar í skilaboðum og birtir Page Six mynd af skilaboðum frá leikaranum.

Heard og Depp gengu í hjónaband í febrúar 2015 og á Depp að hafa verið edrú á þeim tíma. Um mánuði seinna segir Heard að Depp hafi tekið inn margar MDMA-töflur og farið á þriggja daga túr sem Heard segir hafa fylgt mikið ofbeldi. 

Heard lýsir því að á ferðalagi í ágúst árið 2015 um Asíu hafi Depp byrjað að beita hana ofbeldi í lest. „Ég man að ég var hrædd um að Johnny myndi ekki stoppa og hann myndi drepa mig.“

Sögurnar halda áfram af meintu ofbeldi Depp. Var þetta ekki í eina skiptið sem Heard var hrædd um líf sitt. 

Í desember 2015 lýsir Heard því til dæmis þegar hún fékk nóg þegar Depp byrjaði að beita hana ofbeldi. Segist hún hafa sagt honum að hún ætlaði að fara frá honum og hann þá hótað að drepa hana. 

„Í ákveðinn tíma gat ég ekki öskrað né andað. Ég hafði áhyggjur yfir því að Johnny væri útúrdrukkinn og vissi ekki hvað hann væri að gera og hann gæti í alvöru drepið mig,“ segir Heard en hún hafði þá lýst því hvernig hann lamdi hana, hrinti og togaði í hárið á henni og sló andlit hennar. 

Depp vill fá 50 milljónir dollara í skaðabætur en lögmenn hans halda því fram að hann hafi aldrei beitt Heard ofbeldi. 

Johnny Depp og Amber Heard.
Johnny Depp og Amber Heard. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú fylgir sannfæringu þinni þessa dagana og uppskerð ríkulega. Einbeittu þér að því sem þú ert best/ur í, skipulagi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú fylgir sannfæringu þinni þessa dagana og uppskerð ríkulega. Einbeittu þér að því sem þú ert best/ur í, skipulagi.