Aaron Ísak vann Söngkeppnina

Aaron Ísak, fulltrúi tækniskólans, var sigurvegari kvöldsins.
Aaron Ísak, fulltrúi tækniskólans, var sigurvegari kvöldsins. Skjáskot/RÚV

Aaron Ísak úr Tækniskólanum bar sigur út býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fór fram í Bíóhöllinni á Akranesi í kvöld. Aaron flutti lagið „Love of my life“ sem stórsveitin Queen gerði ódauðlegt.

Anna Róshildur Benediktsdóttir úr Menntaskólanum við Hamrahlíð hafnaði í öðru sæti með lagið „Súrmjólk í hádeginu“. Diljá Pétursdóttir úr Verslunarskólanum hafnaði í þriðja sæti en hún flutti lagið „Creep“ með Radiohead.

Keppnin var í beinni útsendingu á RÚV en 25 skólar tóku þátt. Dómnefnd og símakosning komust að niðurstöðu um sigurvegara í sameiningu.

Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór Jónsson sáu um að kynna atriðin á svið.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sígandi lukka er best. Sumir skilja ekki fyrr en skellur í tönnum. Ekki hugsa þig um tvisvar ef þér verður boðið í ferðalag.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sígandi lukka er best. Sumir skilja ekki fyrr en skellur í tönnum. Ekki hugsa þig um tvisvar ef þér verður boðið í ferðalag.