Angelina Jolie vill Brad Pitt aftur

Angelina Jolie og Brad Pitt tilkynntu um skilnað sinn árið …
Angelina Jolie og Brad Pitt tilkynntu um skilnað sinn árið 2016. mbl.is/AFP

Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt í ágúst 2016. Skilnaðurinn er ekki enn genginn í gegn en nú heldur The Sun því fram að leikkonan vilji taka aftur við eiginmanni sínum. Blaðamaður The Sun segir heimildarmenn tengda hjónunum halda þessu fram.

Kemur þó fram að Pitt sé ekki á sama máli og hafi hafnað því að reyna aftur sem par. Hann er sagður vilja friðsamlegt samband vegna barna þeirra. 

„Angelina hefur gert Brad það ljóst að hún vilji aftur samband við hann,“ sagði heimildarmaður. „Hún vill að þau verði fjölskylda aftur og virðist eiga erfitt með að halda áfram með líf sitt.“ Segir heimildarmaður að þessi vilji Jolie hafi gert hjónunum erfitt að ganga frá skilnaðinum. 

Eina sem skiptir Pitt máli eru börnin þeirra sex. Þrátt fyrir erfiðleika í tengslum við Jolie og skilnaðinn hefur það ekki áhrif á Pitt og er hann ekki að íhuga að taka við henni aftur. 

Angelina Joilie ásamt þeim Shiloh Jolie-Pitt, Vivienne Marcheline Jolie-Pitt, Knox …
Angelina Joilie ásamt þeim Shiloh Jolie-Pitt, Vivienne Marcheline Jolie-Pitt, Knox Jolie-Pitt og Zahöru Marley Jolie-Pitt á frumsýningu Dumbo í mars. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt það sé stundum gott að fá athygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Þú færð dásamlegar fréttir af fjölskyldumeðlim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt það sé stundum gott að fá athygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Þú færð dásamlegar fréttir af fjölskyldumeðlim.