Hélt að hún myndi ekki giftast Jonas

Priyanka Chopra og Nick Jonas hafa verið saman í tæpt ...
Priyanka Chopra og Nick Jonas hafa verið saman í tæpt ár en eru þó gift. mbl.is/AFP

Indverska leikkonan Priyanka Chopra gekk í hjónaband með tónlistarmanninum Nick Jonas fyrir áramót. Þrátt fyrir að þau hafi trúlolað sig aðeins tveimur mánuðum eftir að þau byrjuðu að hittast viðurkenndi hún að hafa ekki haft trú á því að þau myndu enda sem hjón í upphafi vináttu þeirra. 

People greinir frá því að leikkonan sem er tíu árum eldri en eiginmaður hennar hafi opnað sig um samband þeirra á ráðstefnu um málefni kvenna í New York á dögunum. Chopra er ekki bara heimsfræg Bollywood-leikkona heldur hefur hún hlotið mikið lof fyrir vinnu sína í þágu kvenna. 

„Ég hef þekkt hann í tvö ár. Ég hélt ekki að þetta myndi ekki þróast út í það sem það gerði og það var kannski mér að kenna, ég dæmdi bókina af kápunni,“ sagði Chopra. „Þegar ég byrjaði loks að hitta Nick kom hann mér mjög á óvart.“

Segir Chopra eiginmann sinn vera gamla sál, mjög gáfaðan og góðan fyrir sig vegna þess að hann fær hana til þess að koma niður á jörðina. „Ég er villt barn, ég geri það sem ég vil hvenær sem ég vil og hann styður mig alltaf.“

Segist hún hafa heillast af honum vegna þess að hann virðir það sem hún gerir. Þegar þau voru að byrja að hittast fóru þau út með vinum en Chopra þurfti að fara vegna þess að hún þurfti að fara á fund. Segist hún hafa reynt að fá Jonas til þess að segja henni að hætta við en hann hafi þá tekið hana á eintal og sagt henni að hann myndi aldrei biðja hana um að hætta við eitthvað. Ástæðan var sú að hann vissi hversu mikið hún væri búin að leggja á sig til þess að komast á þann stað sem hún væri á í dag. 

Priyanka Chopra á ráðstefnunni í New York.
Priyanka Chopra á ráðstefnunni í New York. mbl.is/AFP
mbl.is