Starfsmenn brjálaðir út í Meghan og Harry

Ekki eru allir ánægðir með hertogahjónin af Sussex.
Ekki eru allir ánægðir með hertogahjónin af Sussex. mbl.is/AFP

Enn og aftur eru Meghan hertogaynja og Harry Bretaprins á milli tannanna á fólki. Nú eru starfsmenn Windsor-kastala óánægðir og kalla hjónin NIMBY eða „ekki í bakgarði Meghan“. Bílastæðamál er helsta þrætueplið að því er fram kemur á vef The Sun

Rétt áður en Meghan og Harry fluttu inn í uppgert hús sitt á lóð Windsor-kastala var starfsmönnum bent á að leggja á almenningsbílastæði sem borga þyrfti fyrir í stað þess að leggja á bílastæði sem er nálægt nýja heimili Harry og Meghan. Starfsmenn hafa verið vanir að nota bílastæðið þegar þeir fara að spila golf, krikket eða keilu á sérstöku svæði á lóð Windsor-kastala. 

„Að segja að við séum reið og pirruð er mjög vægt til orða tekið. Við getum bara gert ráð fyrir að Harry og Meghan vilji ekki horfa út um gluggann og sjá bíla koma og fara og sjá starfsfólk fara í klúbbinn,“ sagði starfsmaður sem var allt annað en ánægður. 

„Okkur hefur verið sagt að nota almenningsbílastæði en það er langt í burtu. Einhver leyfi verða gefin út en það fá þau ekki allir,“ sagði starfsmaðurinn. 

Hærra settur starfsmaður í Windsor-kastala segir þó að skipunin hafi ekki komið frá Meghan og Harry heldur yfirmanni á svæðinu. 

 
Meghan og Harry eru flutt til Windsor.
Meghan og Harry eru flutt til Windsor. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt það sé stundum gott að fá athygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Þú færð dásamlegar fréttir af fjölskyldumeðlim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt það sé stundum gott að fá athygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Þú færð dásamlegar fréttir af fjölskyldumeðlim.