The Proclai­mers mættir til landsins

Craig og Charlie voru hressir á Skúlagötunni í rokinu.
Craig og Charlie voru hressir á Skúlagötunni í rokinu. Ljósmynd/Aðsend

Skoska hljóm­sveit­in The Proclai­mers er komin til landsins en tvíburarnir Craig og Charlie munu koma fram í Eld­borg annað kvöld til að skemmta Íslend­ing­um með öll­um sínu helstu smell­um sem og glæ­nýju efni. 

The Proclaimers sló eft­ir­minni­lega í gegn árið 1988 með lag­inu I‘m Gonna Be (500 Miles).

Í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins í nóvember í fyrra sögðust þeir aldrei hafa komið til Íslands en sögðu að líklega myndu þeir spila á landinu innan skamms, sem er raunin.

mbl.is