Hætt með unga elskhuganum

Naomi Campbell.
Naomi Campbell. mbl.is/AFP

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell og tónlistarmaðurinn Liam Payne eru hætt saman eftir fjögurra mánaða rómans. Parið vakti ekki síst athygli fyrir mikinn aldursmun en fyrirsætan er 23 árum eldri en One Direction-stjarnan. 

Samkvæmt breska blaðinu Mirror er Campbell sú sem hætti með Payne sem á tveggja ára son með söngkonunni Cheryl. „Liam og Naomi skemmtu sér saman, þeim kom vel saman og hlógu mikið. En þetta átti bara ekki að gerast,“ sagði heimildarmaður. 

Parið sást oft á sömu viðburðunum en mættu kannski ekki saman og yfirgáfu staði ekki á sama tíma. Voru það þó daðurlegar athugasemdir á samfélagsmiðlum sem komu upp um ástarsambandið í byrjun árs. 

Liam Payne.
Liam Payne. mbl.is/AFP
mbl.is