Hatari skartar nýjum klæðum á póstkorti

Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, liðsmenn Hatara, í upptökum …
Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, liðsmenn Hatara, í upptökum fyrir póstkort sem sýnt verður á undan atriðinu í Tel Aviv eftir tæpan mánuð. Skjáskot/Youtube

Liðsmenn Hatara eru í óða önn að undirbúa þátttöku sína í lokakeppni Eurovision en aðeins 29 dagar eru í að atriðið verði flutt á stóra sviðinu í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar. 

Hatari á dygga aðdáendur um heim allan og í dag birtust myndir og myndskeið á aðdáendasíðu á rússneska samfélagsmiðlinum VK af Matthíasi Tryggva og Klemens í upptökum fyrir svokallað póstkort, sem sýnt verður áður en þeir stíga á svið 14. maí. 

Póstkortið virðist vera tekið upp í gömlu hringleikahúsi en nákvæm staðsetning fylgir ekki með myndskeiðunum. Ásamt liðsmönnum Hatara er fríður flokkur dansara með þeim í atriðinu. 

Hatara-menn í kröppum dansi.
Hatara-menn í kröppum dansi. Skjáskot/Youtube

Í myndskeiðunum hér að neðan má sjá þá halda tryggð við „Hatara-lúkkið“ en nú í hvítum litatónum og með einni nýjung, einhvers konar kimono með svörtu munstri. Það er spurning hvort um sé að ræða búningana sem þeir munu klæðast í sjálfri keppninni? 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson