Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

Leikhópurinn Lotta hitaði börn, foreldra og forráðamenn upp fyrir páskaeggjaleitina.
Leikhópurinn Lotta hitaði börn, foreldra og forráðamenn upp fyrir páskaeggjaleitina. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla.

Leikhópurinn Lotta hitaði upp fyrir páskaeggjaleitina og útvarpsmaðurinn Ásgeir Páll ræsti leitina að því loknu. Þusti hersingin þá af stað í leit að mörg hundruð páskaungum sem hafði verið komið fyrir við Rauðavatn og víðar.

Fyrir hvern páskaunga fékkst lítið páskaegg að launum. Þar að auki voru Grettisfígúrur faldar um allt svæðið og fyrir að finna þær mátti leysa út Grettisegg númer fjögur. Þar að auki voru faldir sérmerktir páskaungar sem veittu glaðning frá samstarfsaðilum K100.

Meðal vinninga voru húfur frá 66° Norður, fjölskylduspil frá Spilavinum, gjafabréf frá Keiluhöllinni, gjafabréf frá Jóa útherja, gjafabréf frá YoYo ís og Samsung Galaxy S10 snjallsími auk Galaxy buds heyrnartóla.

Að neðan má sjá ljósmyndir frá því fyrr í dag, sem ljósmyndari mbl.is og Morgunblaðsins tók.

Börnin fylgdust með af mikilli athygli.
Börnin fylgdust með af mikilli athygli. mbl.is/Árni Sæberg
Mörg hundruð páskaegg voru falinn í nágrenni höfuðstöðva K100.
Mörg hundruð páskaegg voru falinn í nágrenni höfuðstöðva K100. mbl.is/Árni Sæberg
Mjög fjölmennt var í Hádegismóum í dag.
Mjög fjölmennt var í Hádegismóum í dag. mbl.is/Árni Sæberg
Krakkarnir þurftu að klífa holt og hæðir til þess að ...
Krakkarnir þurftu að klífa holt og hæðir til þess að finna páskaungana. mbl.is/Árni Sæberg
Fyrir hvern páskaunga fékkst lítið páskaegg. Sumir tóku ef til ...
Fyrir hvern páskaunga fékkst lítið páskaegg. Sumir tóku ef til vill þátt í sinni fyrstu páskaeggjaleit. mbl.is/Árni Sæberg
Margir krakkanna nutu dyggrar aðstoðar foreldra sinna við leitina.
Margir krakkanna nutu dyggrar aðstoðar foreldra sinna við leitina. mbl.is/Árni Sæberg
Auk páskaeggja mátti leysa út vinninga frá samstarfsaðilum K100.
Auk páskaeggja mátti leysa út vinninga frá samstarfsaðilum K100. mbl.is/Árni Sæberg
Leikhópurinn Lotta lék á alls oddí líkt og sjá má ...
Leikhópurinn Lotta lék á alls oddí líkt og sjá má á andlitum viðstaddra. mbl.is/Árni Sæberg
Stór skari fólks flykktist af stað þegar páskaeggjaleitin hófst.
Stór skari fólks flykktist af stað þegar páskaeggjaleitin hófst. mbl.is/Árni Sæberg
Með því að finna Grettisfígúru fékkst Grettisegg númer fjögur að ...
Með því að finna Grettisfígúru fékkst Grettisegg númer fjögur að launum. mbl.is/Árni Sæberg

mbl.is