Piparsveinslífið ekki fyrir Pitt

Brad Pitt vill bara vera góður faðir.
Brad Pitt vill bara vera góður faðir. mbl.is/AFP

Brad Pitt og Angelina Jolie fögnuðu því í síðustu viku að vera loksins orðin einhleyp. Brad Pitt er þó sagður hafa lítinn áhuga á að lifa piparsveinslífinu til hins ýtrasta og er annað mikilvægara í forgangi hjá honum. 

People greinir frá því að leikarinn hafi meiri áhuga á börnunum sínum en að fara á stefnumót eftir nýfengið frelsi. Er Pitt sagður virðast ánægður með að geta einbeitt sér að börnum sínum en Pitt og Jolie eiga saman sex börn á aldrinum tíu ára til 17 ára. 

Segir heimildarmaður að Pitt og Jolie komi betur saman en áður en skilnaður þeirra var tilkynntur fyrir tveimur og hálfu ári. „Það er vissulega minni dramatík,“ sagði heimildarmaðurinn sem þekkir til fjölskyldunnar. 

Angelina Jolie, Knox Leon Jolie-Pitt, Zahara Marley Jolie-Pitt, Vivienne Marcheline ...
Angelina Jolie, Knox Leon Jolie-Pitt, Zahara Marley Jolie-Pitt, Vivienne Marcheline Jolie-Pitt, og Shiloh Nouvel Jolie-Pitt í mars. mbl.is/AFP
mbl.is