Straumar og stefnur úr öllum áttum

Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður.
Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður. mbl.is/Hallur Már

Sjö tónlistaratriði eru í boði í kvöld á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem hófst af fullum krafti í kvöld á ísafirði og sjö önnur verða á dagskrá annað kvöld.

Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar, segir í samtali við mbl.is að boðið sé að vanda upp á mjög fjölbreytta tónlist þar sem eitthvað sé fyrir alla.

„Við bjóðum upp á þennan graut að vanda, strauma og stefnur úr öllum áttum. Þetta er eitthvað sem við gerum alltaf og hefur gefist vel hingað til.“

Kristján segir að ef hann væri spurður um sérstöðu hátíðarinnar þá sé hún einmitt þessi fjölbreytni. „Ég efa að þú finnir á annarri hátíð til dæmis tónlistarkonuna Glowie spila, svo kemur Laddi og loks dauðarokksveit úr Kópavogi í röð.“

Spurður um aðsóknina segir hann að búist sé við að íbúafjöldi Ísafjarðar muni tvöfaldast og gott betur eins og síðustu ár. „Það er afskaplega mikið af fólki sem hefur lagt leið sína vestur. Umferðin hefur verið að þyngjast vestur.“

„Við erum alltaf bara auðmjúk yfir þessu og full þakklætis yfir því að fólk sé til í að koma hingað vestur um páskana, fara á skíði, hafa gaman og fara á rokktónleika.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant