Ástarsenurnar óþægilegar

Rose Leslie og Kit Harington féllu fyrir hvort öðru þegar …
Rose Leslie og Kit Harington féllu fyrir hvort öðru þegar þau léku saman á Íslandi í Game of Thrones. mbl.is/AFP

Það er erfitt fyrir Kit Harington að kveðja Krúnuleikana en Game of Thrones-leikarinn hefur ekki bara átt farsælan leikferil þökk sé þáttunum heldur kynntist hann líka eiginkonu sinni, Rose Leslie, í tökum á þáttunum á Íslandi. 

Harington viðurkennir í viðtali við Mirror að honum finnist erfitt að horfa á eiginkonu sína í ástarsenum með öðrum mönnum en Leslie sagði skilið við Game of Thrones eftir fjórðu þáttaröð. 

„Ég fór að sjá mynd með Rose sem heitir Honeymoon þar sem hún var að kela við vin minn Harry Treadaway stóran hluta myndarinnar. Eftir um fimm mínútur varð ég að loka augunum mínum af því ég þoldi þetta ekki.“

Harington segist hafa setið í salnum á milli Leslie og mótleikara hennar og það hafi verið hræðilegt. „Ég var að horfa á þau leika par í brúðkaupsferð og það var ekki notalegt, af því hún er frábær leikari og ég horfði á hana og hélt að hún elskaði virkilega þennan gæja.“

Harington lendir þó líka í því að þurfa kyssa mótleikara sína og segir hann það hafa verið skrítið að kyssa Emiliu Clarke í Game of Thrones. 

„Emilia og ég vorum bestu vinir í yfir sjö ár og þegar við þurftum að kyssast var það mjög skrítið,“ sagði Harington. „Emilia, Rose og ég erum öll góðir vinir svo jafnvel þótt þú sért leikari og þetta sé starf þitt var eitthvað furðulegt við það þegar við þrjú vorum að borða saman eftir að við tókum upp kossasenu þann daginn.“

Game of Thrones-stjarnan Emilia Clarke.
Game of Thrones-stjarnan Emilia Clarke. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samningaviðræður þínar við vini þína geta tekið óvænta stefnu í dag. Engum kemur við hvernig þú verð tíma þínum. Ekki láta aðra stjórna þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samningaviðræður þínar við vini þína geta tekið óvænta stefnu í dag. Engum kemur við hvernig þú verð tíma þínum. Ekki láta aðra stjórna þér.