Einn munur á kynlífi með konum og körlum

Richard Madden leikur í myndinni Rocketman.
Richard Madden leikur í myndinni Rocketman. mbl.is/AFP

Bodyguard-leikarinn Richard Madden leikur John Reid, fyrrverandi umboðsmann og elskhuga Elton John, í myndinni Rocketman. Mikið hefur verið talað um kynlífssenur í myndinni en Madden segir ekki mikinn mun á kynlífssenum með konum og körlum en nú hefur hann prófað hvort tveggja á ferli sínum sem leikari. 

Í viðtali við Elle segist Madden alltaf kvíða fyrir kynlífssenum. Finnst honum þó munurinn á að leika á móti konum og körlum vera smávægilegur og er greinilega mjög mikill fagmaður. 

„Í öðru tilvikinu fær maður útbrot eftir skeggrótina,“ sagði Madden. „Það er í rauninni það eina. Annars er enginn munur. Þetta er bara frásögn.“

Vill hann lítið gefa út á að hann muni leika James Bond og segir að bráðum muni annar ungur breskur leikari slá í gegn og muni umræðan breytast í kjölfarið. 

Richard Madden.
Richard Madden. mbl.is/AFP
mbl.is