Hatari heldur áfram samkvæmt plani

Hatari stígur á svið á stórri Eurovision-hátíð í Madríd í …
Hatari stígur á svið á stórri Eurovision-hátíð í Madríd í kvöld. mbl.is/Eggert

„Við höldum bara okkar striki þar til annað kemur í ljós,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, um bréf Samtaka breskra lögfræðinga sem styðja Ísraelsríki og Simon Wisenthal-stofnunarinnar til Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, þar sem þess er krafist að Hatara verði meinuð þátttaka.

Að öðru leyti segist Felix lítið hafa um málið að segja. „Við höfum ekkert sérstaklega verið að taka á þessu. Það er páskafrí og Hatari er að taka þátt í stórri Eurovision-hátíð í Madríd.“

„Það heldur allt áfram samkvæmt plani. Þau hafa verið á miklu ferðalagi, voru í Ísrael að taka upp póstkortið og þaðan fóru þau til London þar sem þau áttu nokkur viðtöl. Það er mikill áhugi á þeim í Bretlandi virðist vera, og svo stíga þau á svið í Madríd í kvöld. Einhverjir í hópnum verða orðnir ferðalúnir þegar þeir koma heim eftir páska, en við fáum góða vikuhvíld áður en við höldum af stað í keppnina 3. maí.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson