Reyndi að líkja eftir berri ofurfyrirsætu

Celeste Barber birti þessa skemmtilegu mynd á Instagram.
Celeste Barber birti þessa skemmtilegu mynd á Instagram. skjáskot/Instagram

Hin spaugilega Celeste Barber er afar vinsæl á Instagram þar sem hún gerir grín að frægu fólki. Rétt fyrir páska tók hún upp á því að setja sig í stellingar dönsku ofurfyrirsætunnar Helenu Christensen.

Á upprunalegu myndinni má sjá Christensen sitja fyrir nakin á milli pappakassa. Sýnir myndin sem Barber birti af sér hversu óraunsannar myndir af fyrirsætum eru gjarnan. Sjálf er Barber í stórum nærbuxum og og lítur ekki alveg eins vel út og fyrirsætan. Líklega lenda kannski ekki margir í þessum aðstæðum nema mögulega þeir sem hafa keypt of mikið á netinu eins og Barber grínast með. 

Barber hefur öðlast miklar vinsældir fyrir grín sitt undanfarin ár og beinir hún ekki bara athyglinni að fyrirsætum heldur frægu fólki af öllum kynjum, meðal annar tónlistarmanninum Justin Bieber. Er hún nú með 5,6 milljónir fylgjenda á Instagram.  

View this post on Instagram

When you need to explain your online purchases. #celestechallengeaccepted #celestebarber #funny #helenachristensen

A post shared by Celeste Barber (@celestebarber) on Apr 10, 2019 at 1:05pm PDT

View this post on Instagram

When you’re trying to spice up your marriage. #celestechallengeaccepted #celestebarber #funny #justinbieber

A post shared by Celeste Barber (@celestebarber) on Feb 5, 2019 at 9:47am PST

mbl.is