Heimtar peninga eftir 4 daga hjónaband

Nicolas Cage vill fá hjónaband sitt ógilt.
Nicolas Cage vill fá hjónaband sitt ógilt. mbl.is/AFP

Leikarinn Nicolas Cage krafðist ógildingar á hjónabandi sínu aðeins fjórum dögum eftir að hann gekk í hjónaband í lok mars. Þrátt fyrir að hjónabandið hafi ekki enst í heila viku vill eiginkona hans, Erika Koike, fá fjárhagslegan stuðning frá Cage. Þetta kemur fram í dómsskjölum að því er kemur fram á vef TMZ

Cage og Koike höfðu átt í ástarsambandi áður en þau giftu sig í Las Vegas í síðasta mánuði. Þrátt fyrir það segir Cage hjónabandið hafa verið skyndiákvörðun og hann hafi ekki getað áttað sig á hvaða áhrif það myndi hafa. Er hann einnig sagður halda því fram að hjónabandið hafi verið byggt á svikum. 

Koike er ekki sammála því að hvatvísi Cage uppfylli skilyrði fyrir ógildingu. Vill hún ekki gangast við því að hafa verið óheiðarleg þar sem hún segir að Cage hafi beðið hana um að byrja upp á nýtt með sér nokkrum dögum áður en þau gengu í hjónaband eða 12 dögum áður er hann sótti um ógildinguna. 

Þrátt fyrir að Koike vilji ekki taka í mál að Cage fái hjónabandið ógilt er hún sammála um að þau eigi ekki að vera gift og vill skilja. Hún vill hins vegar fjárhagslegan stuðning frá Cage sem og að hann borgi lögmanni hennar. Segist hún hafa misst af atvinnutækifærum auk þess sem leikarinn hafi skaðað mannorð hennar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vaða – þú hefur engu að tapa. Einhver fylgist með þér úr fjarlægð. Leyndur hæfileiki skýtur upp kollinum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vaða – þú hefur engu að tapa. Einhver fylgist með þér úr fjarlægð. Leyndur hæfileiki skýtur upp kollinum.