Hjónabandið búið eftir nokkra mánuði

Michelle Williams er sögð skilin við nýja eiginmanninn.
Michelle Williams er sögð skilin við nýja eiginmanninn. mbl.is/AFP

Leikkonan Michelle Williams greindi frá því í viðtali við Vanity Fair síðasta sumar að hún væri að giftast og flytja inn með tónlistarmanninum Phil Elverum. Ekki er ár liðið en hjónin þó sögð vera hætt saman. 

People er meðal þeirra fjölmiðla sem greindu frá skilnaðinum en fréttirnar bárust eftir að Williams sást án giftingarhringsins á opinberum viðburðum i tvígang. Eru hjónin sögð hafa hætt saman í byrjun árs eða um hálfu ári eftir að þau gengu í hjónaband. Eru þau sömuleiðs sögð hafa hætt saman í vinsemd. 

Williams á dóttur með Heath Ledger heitnum og hefur hún verið dugleg að halda einkalífinu fyrir utan sviðsljósið. „Ég hef augljóslega aldrei í lífi mínu talað um samband en Phil er ekki bara einhver,“ sagði Williams í viðtalinu síðasta sumar. Sagði leikkonan hann elska sig á þann hátt sem hún vill lifa lífinu. 

Michelle Williams. Hvar er giftingahringurinn?
Michelle Williams. Hvar er giftingahringurinn? mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að það er ekki allt gull sem glóir og að lífshamingjan felst ekki bara í efnislegum gæðum þótt gagnleg séu. Eftir nokkra daga getur þú skoðað ferðaplönin á ný.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að það er ekki allt gull sem glóir og að lífshamingjan felst ekki bara í efnislegum gæðum þótt gagnleg séu. Eftir nokkra daga getur þú skoðað ferðaplönin á ný.