Rætist spá sérfræðingsins?

Hatari á sviðinu hér á landi.
Hatari á sviðinu hér á landi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eurovisi­on-sér­fræðing­ur­inn Reyn­ir Þór Eggerts­son, eða Júró-Reyn­ir eins og hann hef­ur oft verið kallaður, er mjög bjartsýnn fyrir Íslands hönd vegna Eurovision-keppninnar sem fram fer í Ísrael í næsta mánuði. Ef spá Reynis rætist fer keppnin fram hér á landi á næsta ári.

Reynir birtir spá sína um hvaða lög lenda í efstu tíu sætunum á síðu þar sem aðdáendur geta spáð fyrir um röð laganna. 

Reynir Þór Eggertsson.
Reynir Þór Eggertsson. Mynd/Magasínið

Hann birtir spána á Twitter-síðu sinni og spyr hversu oft hann muni skipta um skoðun á næstu 25 dögum. Undankeppnirnar í Tel Aviv fara fram 14. og 16. maí og sjálft úrslitakvöldið er laugardaginn 18. maí.

Reynir gerir ráð fyrir sigri Hatara og spáir því að Ítalir muni hafna í öðru sæti. Hollendingar, sem veðbankar telja langsigurstranglegasta, hafna í þriðja sæti hjá Reyni. Þar á eftir koma Aserbaídsjan, Pólland, Svíþjóð, Rússland, Sviss, San Marinó og Spánn hafnar í tíunda sæti, gangi spá Reynis eftir.

Reynir sagði í samtali við mbl.is áður en úrslit Söngvakeppninnar fóru fram hér á landi í byrjun mars að það væri langskynsamlegast fyrir okkur að senda Hatara út. Mér finnst það flott lag, sér­stak­lega ger­ir viðlagið mikið fyr­ir lagið,“ sagði Reynir.

Hægt er að sjá spá Reynis hér.

mbl.is