Vilja frelsa Britney Spears

Britney Spears.
Britney Spears. mbl.is/AFP

Í byrjun apríl var greint frá því að söngkonan Britney Spears hafi sjálfviljug skráð sig inn á meðferðarstofnun vegna geðheilsu sinnar. Ekki eru allir aðdáendur hennar sem vilja trúa því  að söngkonan hafi farið sjálfviljug í meðferðina og mótmæla undir slagorðinu „frelsið Britney“. 

ET greinir frá því að ásakanir þess efnis að söngkonunni væri haldið gegn vilja sínum á meðferðarstofnun hafi fyrst komið fram í hlaðvarpsþættinum Britney's Gram sem aðdáendur hennar sjá um. Fljótlega fór myllumerkið #FreeBritney á flug. Í gær, mánudag, fóru svo fram mótmæli í Los Angeles. 

Konurnar sem stóðu að hlaðvarpsþáttunum mættu á mótmælin en sögðust þó í samtali við ET ekki hafa skipulagt þau. Sögðu þær að aðalmarkmiðið með mótmælunum væri að mótmæla því að faðir Britney Spears hafi í yfir tíu ár haft vald yfir persónulegum og fjárhagslegum ákvörðunum dóttur sinnar. 

TMZ greinir frá því að Spears hafi farið inn á meðferðarstofnun til þess að stilla af lyf sem hún er á. Lyfjaskammturinn sem hún var á á að hafa verið byrjaður að missa virkni sína. Á hún að hafa þurft að vera undir eftirliti lækna á meðan verið var að finna út úr nýjum lyfjum og lyfjaskömmtum. Sögur um að hún hafi verið á meðferðarstofnuninni gegn vilja sínum hafi því ekki verið réttar. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant