Vilja frelsa Britney Spears

Britney Spears.
Britney Spears. mbl.is/AFP

Í byrjun apríl var greint frá því að söngkonan Britney Spears hafi sjálfviljug skráð sig inn á meðferðarstofnun vegna geðheilsu sinnar. Ekki eru allir aðdáendur hennar sem vilja trúa því  að söngkonan hafi farið sjálfviljug í meðferðina og mótmæla undir slagorðinu „frelsið Britney“. 

ET greinir frá því að ásakanir þess efnis að söngkonunni væri haldið gegn vilja sínum á meðferðarstofnun hafi fyrst komið fram í hlaðvarpsþættinum Britney's Gram sem aðdáendur hennar sjá um. Fljótlega fór myllumerkið #FreeBritney á flug. Í gær, mánudag, fóru svo fram mótmæli í Los Angeles. 

Konurnar sem stóðu að hlaðvarpsþáttunum mættu á mótmælin en sögðust þó í samtali við ET ekki hafa skipulagt þau. Sögðu þær að aðalmarkmiðið með mótmælunum væri að mótmæla því að faðir Britney Spears hafi í yfir tíu ár haft vald yfir persónulegum og fjárhagslegum ákvörðunum dóttur sinnar. 

TMZ greinir frá því að Spears hafi farið inn á meðferðarstofnun til þess að stilla af lyf sem hún er á. Lyfjaskammturinn sem hún var á á að hafa verið byrjaður að missa virkni sína. Á hún að hafa þurft að vera undir eftirliti lækna á meðan verið var að finna út úr nýjum lyfjum og lyfjaskömmtum. Sögur um að hún hafi verið á meðferðarstofnuninni gegn vilja sínum hafi því ekki verið réttar. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að skiptast á skoðunum við fólk í öðru starfi. Varastu nagandi samviskubit, það er ekki víst að þú komist yfir allt sem þú ætlar þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að skiptast á skoðunum við fólk í öðru starfi. Varastu nagandi samviskubit, það er ekki víst að þú komist yfir allt sem þú ætlar þér.