Af hverju er Adele að skilja?

Adele er að skilja.
Adele er að skilja. mbl.is/AFP

Mörgum var brugðið þegar söngkonan Adele tilkynnti um páskana að hún og eiginmaður hennar, Simon Konecki, væru að skilja. Mikið hefur verið fjallað um skilnaðinn sem virðist vera laus við allt drama enn sem komið er. 

Heimildarmaður E! segir hjónin einfaldlega hafa þroskast hvort í sína áttina og frægð Adele hafi spilað þar inn í. Hin þrítuga Adele kynntist Konecki árið 2011 og ári seinna eignuðust þau son. Þau giftu sig svo árið 2016. 

„Þau áttu mikið sameiginlegt í byrjun en að lokum uxu þau í sundur,“ sagði heimildarmaðurinn sem sagður er þekkja til. „Hún varð stærri og stærri stjarna og honum var sama þótt hann væri lítið áberandi en þegar hún varð stærri fylgdu stór tónleikaferðalög og gífurleg dagskrá, þá uxu þau í sundur.“

Adele sat við hlið eiginmanns síns Simon Konecki á Grammy-verðlaunahátíðinni ...
Adele sat við hlið eiginmanns síns Simon Konecki á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2016. mbl.is/AFP
mbl.is